Þið kannizt við jólaköttinn Sá köttur var griðarstór Fólk vissi'ekki hvaðan hann kom Eða hvert hann fór Hann glennti upp glyrnurnar sinar Glóandi báðar tvær Það var ekki heiglum hent Að horfa í þær Kamparnir beittir sem broddar Upp úr bakinu kryppna há Og klærnar à loðinni löpp Var ljótt að sjá Hann veifaði stélinu sterka Hann stökk og hann klóraði' og blés Og var ýmist uppi í dal Eða úti' um nes Hann sveimaði, soltinn og grimmur Í sárköldum jólasnæ Og vakti í hjörtunum hroll Á hverjum bæ Ef mjálmað var aumlega úti Var ólukkan samstundis vís Allir vissu' að hann veiddi menn En vildi ekki mýs Þið kannizt við jólaköttinn Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa. |
|