Þarn'ert þú í þínum samfesting, þvegin, strokin og með nýjan hring. Er ég horfi á þig verð ég feiminn, fer
að hvísla framtíðadrauma mín'í eyra þér.
Ég ætla mér að verða ferlega fær og ferðast um öll lönd, en geymum okkur grillur þær því nú fer gagnfræðapróf í hönd.
Við skulum bíða bæði uns stendur betur á, við látum dýran draum rætast þá. (Ójá!) Því einhverntímann okkar stund mun koma, endurfund við draumana eigum við, það verður bið (smá bið) en einhverntímann...
Þarn'ert þú í þínum brúðarkjól, þögul, spennt og ljómar eins og sól. Að þú skildir vilja eiga mig þegar ætlar þú að fara að mennta þig.
Ég ætla að verða mikill málari og myndir selja grimmt. En samt ég ætl'að seinka því svo við getum skrimmt.
Við skulum bíða bæði uns stendur betur á, við látum dýran draum rætast þá. (Ójá!) Því einhverntímann okkar stund mun koma, endurfund við draumana eigum við, það verður bið (smá bið) en einhverntímann...
Sjáðu árin æða framhjá
Hvað verður um drauma?
Þarn'ert þú í þínum búðarkjól þrifleg vel og enn mín eina sól. Við röltum hægt á móti rútunni sem kemur barnabörnin með úr sveitinni.
Þú hefðir átt að verða hefðarfrú, ég hefð'átt að skemmta mér. En nú sé ég hve þett'er nauðsynlegt, við þörfnumst drauma í heimi hér.
Við skulum bíða bæði uns stendur betur á, við látum dýran draum rætast þá. (Ójá!) Því einhverntímann okkar stund mun koma, endurfund við draumana eigum við, það verður bið (smá bið) en einhverntímann...
Við skulum bíða bæði uns stendur betur á, við látum dýran draum rætast þá. (Ójá!) Því einhverntímann okkar stund mun koma, endurfund við draumana eigum við, það verður bið (smá bið).Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa.