andartak í myrkri og þögn augnablik, ein agnarögn nokkur orð að lokum og dulítið bros
sjá, það kviknaði ljós
fyrst um sinn, stólar og borð síðan meir, tvö atviksorð eftir það, öll árin í aldanna skaut já, og börnin á brott
þú og ég við verðum englar eða árar bæði tvö þangað til við skulum lifa þangað til, og njóta þess
það var kalt en síðan svo heitt það var allt en svo ekki neitt skin og skúr en óvíst hvert framhaldið er en það kemur í ljós kemur í ljós
birtu brá, skörp voru skil svo á ný birti aftur til enginn veit hvað verður um okkur í nótt en það mun koma í ljós
þú og ég við verðum englar eða árar bæði tvö þangað til við skulum lifa þangað til, og njóta þess
andartak í myrkri og þögn augnablik, ein agnarögn nokkur orð að lokum og dulítið bros sjá, það kviknaði ljós kviknaði ljós
na-na-na-na-na... Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa. |
|