Katalog:  A   B   C   D   E   F   G   H   I   J   K   L   M   N   O   P   Q   R   S   T   U   V   W   X   Y   Z   0   1   2   3   4   5   6   7   8   9 

K / Kołysanki / Bíum, bíum, bambaló


Bíum, bíum, bambaló,
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró,
en úti bíður andlit á glugga.

Þegar fjöllin fimbulhá
fylla brjóst þitt heitri þrá,
leika skal ég langspil á;
það mun þinn hugann hugga.

Bíum, bíum, bambaló...

Þegar veður geisa grimm,
grúfir yfir hríðin dimm,
kveiki ég á kertum fimm,
burtflæmi skammdegis skugga.

Bíum, bíum, bambaló...

Ef þér sultur sverfur að,
sauðakjöt ég hegg í spað,
fljótt svo standi full með það
tunna hver, dallur og dugga.

Bíum, bíum, bambaló...

Ef þig langar eitthvert sinn
ögn að smakka góðfiskinn,
fram ég sendi flotann minn:
skínandi skútur og kugga.

Bíum, bíum, bambaló...

Hjá mér bæði hlíf og skjól
hafa skaltu’, ef illskufól
flærðir með um foldar ból
læðast og launráð brugga.

Bíum, bíum, bambaló...
Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa.
Szukaj MP3
· Kołysanki - Bíum, bíum, bambaló
· Konwertuj video do MP3
· Konwertuj video do MP4

Teledyski » Kołysanki...
 · Mini Mini Kołysanki - W sukieneczkach z pajęczynki

Wszelkie prawa zastrzeżone. Powered by © 2004-2024 Teledyski.info || Polityka cookies || Darmowe Mp3 || Zgłoś błąd

[ darmowe teledyski do oglądania ]