Ég tylli mér á rúmstokkinn hjá þer Og þú hlærð við mér Og heimurinn hann staldrar við um stund Er ég lít þig á
Þú kúrir þarna ofur róleg Og virkar svo ótrúlega smá Með bláu augun þín En í draumalandi göngum við tvær veginn Og finnum okkur ævintýr
Undir stjörnubjörtum himni siglir þú með mér Loka þú nú þreyttum augum svo förum við af stað Við siglum yfir vatnið inn í draumalandið þú og ég
Og ef þú verður smeyk við vindinn Þá faðma ég þig þéttar upp að mér Hvert sem þú ferð um draumalönd Þín vil ég alltaf gæta fagra litla vera Legðu lófa þinn í minn
Undir stjörnubjörtum himni siglir þú með mér Loka þú nú þreyttum augum svo förum við af stað Við siglum yfir vatnið inn í draumalandið þú og ég Draumalandið þú og ég Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa. |
|