Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt.
Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð sem var myndað án hljóms nú greindist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms.
En stormurinn brýst inn í bæ með brimgný frá klettóttri strönd, því reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd.
Því krýp ég og bæn mína bið, þá bæn sem í hjartanu er skráð. Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið. Hver gæti mér orð þessi láð?Teksty umieszczone na naszej stronie są własnością wytwórni, wykonawców, osób mających do nich prawa.